mánudagur, júlí 28, 2003

Er á leiðinni til Vestmanneyja um verslunarmannahelgina. Hef aldrei komið þangað áður. Á vafalaust eftir að verða ævintýri. Eða það ætla ég allavegana rétt svo að vona miðað við alla umfjöllunina sem að Eyjar hafa fengið í gegnum árin. Veit ekkert við hverju á búast annars. Verð reyndar í vinnunni meðan ég er þarna seljandi tjöld, bolta, boli og inneignir á vegum Og Vodafone. Eina sem að ég þarf að fara með þangað er brennivín og góða skapið, og þar sem að góða skapið kemur oftast í samfloti með brennivíninu þá hef ég nú litlar áhyggjur af því. Vinnan samþykkti eftir smá þref að leyfa konunni minni að koma með en við myndum þurfa að borga úr eigin vasa fyrir hana inn á svæðið. Mér leist nú ekkert á það. En þá datt ég inn á smá happdrætti . Og viti menn...... Ég vann!!! Ég hef aldrei verið sigurvegari í neinu sem að ég hef tekið mér fyrir hendur og í fyrsta skipti á ævinni var ég ótvíræður sigurvegari. 25 Júlí var greinilega minn dagur.

6:47 e.h.

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ég tala, skrifa og les Íslensku. Er mikill áhugamaður um Íslenskt málfar og nota hvert tækifæri til að stæra mig af orðsnilld minni. Þó eru mörg orð í okkar annars ágæta tungumáli sem fara í alveg óstjórnlega í taugarnar á mér. Þá er ég ekki að tala um orðin sjálf, heldur frekar notkun þeirra.
Þetta eru orð eins og tæplega og rúmlega. Alveg hreint ótrúlega leiðinleg orð. "Hvenær ertu búinn að vinna?". "Tæplega fimm". jájá............... og klukkan hvað í andskotanum er það eiginlega? Er það korter í fimm, eða máske korter yfir fimm. Ég er engu nærri eftir svona svör. Ég gæti alveg eins spurt vegg. Var að baka köku núna um daginn, og í uppskriftinni stóð "Rúmleg teskeið"....... Ég gapti, tók allt sem að ég var búinn að gera og henti því í ruslið. Tók af mér svuntuna, fór inn í stofu og fór að horfa á sjónvarpið.
Af hverju getur fólk ekki bara hætt að nota þetta "rúmlega" og "tæplega" og sagt bara NÁKVÆMLEGA klukkan hvað það kemur og hvað það á að vera mikill kanill í kökunni!!!!

7:31 e.h.

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Ég hef rekið mig á ( Í orðsins fyllsu merkingu ) að klósett eru ekki gerð fyrir karlmenn.

Jújú vissulega er klósettseta þarna sem að er til þess að lyfta upp þegar að maður er að gera númer eitt en þegar kemur að númer tvö........ þá vandast málið. Undartekningalaust þegar að ég fer á salernið til að gera númer tvö þá rekst miðfóturinn alltaf í blautt og kalt postulínið. Ég er ekki að gefa í skyn að ég sé vaxin niður eins og hross. Minn er bara voðalega Evrópustaðlaður, ekki of stór né of lítill þó svo að hann mætti alveg vera gildari.... en það er önnur saga. Þess vegna skil ég ekki hvernig menn sem að eru yfir meðallagi í þessum málum fara eiginlega að því að fara á klósettið. Ég hef reynt að taka hann upp úr og klemma á milli læranna, en þar sem að ég pissa oftast á meðan að ég geri númer tvö getur það ekki annað en endað með ósköpum.

Ekki eru nú öll klósett eins. Mér hefur fundist lfö vera einna verst þegar að kemur að þessum málum en gamli Gustafsberg alltaf standa sig með prýði. Vona ég að þessi litli pistill veki menn ( sem að eru bæði undir og yfir meðalagi ) til umhugsunar um alvarleika þessa máls. Það er nú ekki mikið mál að gera að eins meiri dæld þarna svo að maður geti nú farið á salernið án þess að þurfa að passa sig.

7:29 e.h.

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Jáneinei....... Þetta blogg er ekki dautt. Það verður nú samt að viðurkennast og segjast að ég hef nú ekkert verið duglegasti maðurinn við skrifa svona uppá síðkastið. Hyggst ég nú bæta mig og hripa hérna skrýtlur og gamansögur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku. Hef reyndar engan tíma til þess að skrifa núna þar sem ég er gjörsamlega að missa mig yfir þessu í augnablikinu. Er búinn að vera að í tvo tíma og hef sjaldan skemmt mér betur. Segi ykkur betur afdrifum síðustu mánaða í næsta Bloggi.

P.S
Ég er ekki að verða Pabbi............. þannig að hættið að hringja í mig og óska mér til hamingju.

8:55 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar