laugardagur, september 27, 2003

Ég var að komast að því núna um daginn að hann Leifur er miklu betur undirbúinn til þess að fara í gegnum lögfræðideildina í Háskólanum heldur en þessi krakkarassgöt sem að eru með honum í bekk.
Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að Leifur hefur náð að horfa meira á sjónvarp en aðrir. Hann hefur nefnilega séð þætti sem að hafa haft stefnumótandi áhrif á hann. Þetta eru þættir eins og L.A Law - Matlock - Murder She Wrote - Derrick - Gamli Taggart - Equalizer - Hunter - McGyver og Night Rider. Þetta eru allt þættir sem að hafa brennt sig í sálarlíf hans Leifs.

Endilega látið mig af fleiri þáttum sem að þið munið eftir frá árunum 1984 - 1996.10:45 f.h.

fimmtudagur, september 18, 2003

Þessi síða er nátturulega bara snilld. Alltaf gaman að vita að það sé til fól þarna úti sem að finnst gaman að gera það með plasti. Þessi mynd vakti áhuga minn. Af hverju er hún með púða undir maganum. Svo að það fari betur um hana??

Svo eru líka til gaurar. En þessi er bara eitthvað að chilla. Hver hefði nú ekki lyst á einum svona. Hérna er sami gaurinn í baði. Hérna er hann að reyna að komast úr baðinu. Svona gæti ég haldið áfram í allan dag.

12:09 e.h.

miðvikudagur, september 17, 2003

Góðvinur minn, hann Leifur er sestur aftur á skólabekk. Nánar tiltekið innritaði hann sig inn í lögfræðideildina hjá Háskóla Íslands. Hann benti mér á nokkrar skemmtilegar staðreyndir í gær í sambandi við dóma sem hægt er að fá fyrir hin ýmsu mál.
Innflutningur
Þyngsti dómur sem að hægt er að fá fyrir það að flytja inn fíkniefni eru tólf ár. Hinsvegar ef að þú myndir taka upp á því að flytja inn Miltisbrand eða Kjarnorkusprengju er þyngsti dómur sem að þú getur fengið tíu ár.
Kynferðisafbrot
Fyrir að misnota kynferðislega, einstakling sem að er undir fjórtán ára aldri. Tólf ár. En aftur á móti ef að þessi sami einstaklingur er þroskaheftur, þá er það mesta sem að þú getur fengið sex ár!!!

Það þarf nú eitthvað að fara að endurskoða þessi mál.


12:48 e.h.

föstudagur, september 12, 2003

Jæja.... þá er það staðfest. Ég er ekki Hooked á bloggi. Bara alls ekki neitt

0 %

My weblog owns 0 % of me.
Does your weblog own you?


11:22 f.h.

miðvikudagur, september 10, 2003

Ér er búinn að komast að því að eitt versta nafn sem hægt er að heita er Ingi....... Já Ingi. Spáið því að heita Ingi og vera kannski ekkert alltof gáfaður og vera kallaður heimsk"Ingi". Já, eða vera kannski ekkert alltof líkamlega vel á sig kominn og vera kallaður aum"Ingi"..... möguleigkarnir er endalausir. Heimskingi, aumingi, letingi og svertingi. Þetta eru allt leiðinleg og niðrandi orð. Það er margt sem þarf að athuga þegar að valin eru nófn á börnum.

10:19 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar