föstudagur, desember 26, 2003

Jæja.... þá er mesta vinnugeðveikin búinn og maður er kominn í sveitarsæluna hérna Vestur á Ísafirði.
Er vafalaust búinn að éta öll þau kíló sem að ég var búinn að missa á árinuaftur á mig. Fór þar af leiðandi að velta fyrir mér hvort ekki væri sniðugt að fara að rækta líkamann á nýju ári. En það eru svo fáir hlutir sem að ég myndi eitthvað endast í að gera. Ég myndi ekki nenna að fara lyfta lóðum og hlaupa á hlauparbretti. Nenni ekki að fara í spinning og láta einhver zatanískan þjálfara öskra á mig. Nenni ekki að fara í Tai Bo. Æiii þarna workaoutið sem að Billy Blavk fann upp. Ekkert af þessu er eitthvað sem að mér myndi finnast skemmtilegt. Þannig að ég þarf vafalaust að finna upp mína eigin líkamsrækt. Og ég datt niður á hana í dag þegar að ég var að velta þessu fyrir mér. Ef það er einhver dans sem að mér finnst skemmtilegur þá er það að Bumpa. Ef þú hefur ekki bumpað og/eða veist ekki hvað það er, þá snýst það um (í stórum dráttum) að skella saman rössum. Þannig að hvað væri tilvaldara en það að búa til "Power Bump". Sami dansinn.......... en bara með helmingi meiri krafti. Það er eitthvað sem að ég gæti vel fundið mig í.

8:47 e.h.

fimmtudagur, desember 18, 2003Pandan talar pandan (6699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

10:16 f.h.

laugardagur, desember 13, 2003


Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


9:23 e.h.

Háhyrningurinn Keiko allur

Hér á eftir er rakin viðburðarrík ævi þessa fisks

Keiko kom til Noregs frá Vestmannaeyjum fyrir rúmu ári og vakti mikla athygli landsmanna.

Háhyrningurinn Keikó, sem veiddur var við Ísland á sínum tíma og dvaldi í Vestmannaeyjum í nokkur ár, er allur. Svo virðist sem háhyrningurinn hafi fengið bráða lungnabólgu og hann drapst í Taknesbugt í Noregi síðdegis í gær. Að sögn Dane Richards, eins af gæslumönnum Keikós, sýndi háhyrningurinn merki um lasleika á fimmtudag, hann var lystarlítill og daufur og öndunin var ójöfn en sjúkdómurinn ágerðist hratt og um klukkan 16 var Keikó allur. Hann varð 27 ára en meðalaldur villtra háhyrninga er um 35 ár.
Keikó, sem þýðir Hinn heppni á japönsku, var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og seldur í sædýrasafn. Háhyrningurinn öðlaðist heimsfrægð þegar hann „lék" í kvikmyndinni Free Willy og árið 1993 hófst herferð fyrir því að frelsa Keikó, sem þá var í sædýrasafni í Mexíkóborg og heldur bágur til heilsunnar. Háhyrningurinn var fluttur í sædýrasafn í Oregon þar sem hann fór í endurhæfingu og árið 1998 var hann fluttur með herflugvél til Vestmannaeyja til að undirbúa hann undir frelsið í hafinu. Þar var honum kennt að veiða og einnig var honum sleppt úr kví sinni í Klettsvík í þeirri von að hann myndi hitta aðra háhyrninga og blanda geði við þá. Talið er að þessar aðgerðir hafi kostað um hálfa milljón dala á mánuði eða um 38 milljónir.

Í júlí á síðasta ári lagði Keikó í leiðangur frá Vestmannaeyjum og í ágústlok birtist hann í Halsa í Noregi, Norðmönnum til mikillar ánægju. Börn kepptust um að leika við hann og ferðamenn flykktust til að skoða dýrið. Keikó var síðan fluttur til Taknesbugtar í nágrenninu og þar dvaldi hann síðan. Fjórir gæslumenn sinntu hvalnum, sáu honum fyrir fæðu og fóru með hann í sundtúra um nágrennið.

David Phillips, framkvæmdastjóri Free Willy-Keiko stofnunarinnar, sagði að örlög Keikós hefðu haft mikil áhrif á almenningsálit og breytt skoðun manna á því hvort hægt væri að sleppa hvölum sem verið hafa í sædýrasöfnum. Segir hann að Keikó hafi vakið athygli heimsins hvar sem hann var, hvort það var í Mexíkó, Oregon eða á Íslandi.

Phillips segir ekki ljóst hvort Keikó verði grafinn á landi eða fái útför til sjós en ræða þurfi við norsk stjórnvöld um það. Phillips segir að hann vilji helst láta grafa hvalinn á landi en þá væri síðar hægt að fjarlægja beinagrind hans og hugsanlega koma henni fyrir á safni.

Þá er frægasti Íslendingurinn á eftir Björk allur. Einnar mínútu þögn í minningu Keikós...................

10:54 f.h.

föstudagur, desember 12, 2003

Rakst á þessa vefsíðu á vafri mínu um veraldarvefinn um daginn. Alveg einstaklega skemmtileg síða þar sem að hægt er að leigja hina og þessa búninga. Þeir eru ekki allir jafngóðir eins og þessi ber vott um..... en þetta á víst að vera hrafn. Lambabúningurinn er ekki góður heldur. En þeir eru nokkrir þarna sem að eru ansi góðir. En það sem að mér fannst í rauninni merkilegast er það hvað það er rosalega ljótt fólk sem að situr fyrir á þessum myndum.

7:41 e.h.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Ég er nátturulega ekki sáttur við þetta.

What Makes You Sexy? by eva71
Name/NickName
Gender
Sexy Body Part IsNothing
Special Talents AreStalking Your Prey
Created with quill18's MemeGen!

2:51 e.h.


Einar besti verslunarstjorinn bakadi handa mer tessa geggjudu ammlis koku.

Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


11:31 f.h.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Enn hefur Mohammed Combs ekki haft fyrir því að svara póstinum mínum. Dreg ég þá ályktun þar af leiðandi að þessi póstur hafi ekkert neitt sérstaklega beint til mín.

En fyrst að við erum í þessum hugleiðingum.... þá fór ég að spá í því hvort að konur fái einhvern álíka póst.

Pandan Want A Smaller Vagina?

Decrease Up to 3+ Full Inches In Length
Decrease Your Vagina Width (Girth) By 20%
Stop Premature Ejaculation!
Produce Stronger, Rock Hard Clitus
A Smaller, Harder Vagina During Sex
100% Safe To Take, With NO Side Effects
Fast Priority Shipping WorldWide
Doctor Approved And Recommended
No Pumps! No Surgery! No Exercises!
100% Money Back Guarantee

Nei....... bara svona smá hugleiðing.3:42 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar