fimmtudagur, janúar 30, 2003

Það er hægt að fara inn á þessa síðu og skoða Panda björn. Live. Ég er búinn að stara á þetta í hálftíma og hef ekki séð birninum bregða fyrir. En kíkjið endilega á þetta.

3:22 e.h.

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Öll teiknimynda nöfn eru þýdd. Samanber Mickey Mouse sem að er þýtt yfir á Íslensku sem Mikki Mús. Donald Duck verður að Andrés Önd. Oftar en ekki er fyrra nafni snúið upp á Íslenskuna, en þýðing seinna nafnsins fær að halda sér eins og þessi tvö dæmi hér að ofan sýna. Ekki sitja allir greinilega við sama borð hvað þetta varðar. Bangsímon hefur greinilega sterk ítök innan þýðingardeildar ríkisins. Ég meina lítið bara á þetta. Winnie the Pooh = Bangsímon. Það er ekkert líkt með þessum tveim nöfnum. Winnie þyrfti allavegana að breytast í Villi. Hljómar það ekki mikið betur.... "Villi, hvað ertu að gera. Af hverju er nefið á þér í hunangskrukku. Þú ert nú meiri rugludallurinn Villi." Og Pooh ætti að breytast í..... hmmmm.... hvað ætti það að breytast í....... skítur að sjálfsögðu. Þarna er þetta komið. Villi Skítur. Þetta er mun nær uppruna sínum og kennir börnum að hafa á hefðir í hávegum en ekki beygja sig og bugta þó svo að nafnið hafi máske áhrif á einhverja örfáa menn sem að horfa ekki einu sinni á Villa Skít.

8:41 e.h.

Ég er ekki frá því að þessi byssa sé alveg eins og ég.

8:23 e.h.

Which Firearm are you?
brought to you byStan Ryker8:22 e.h.

mánudagur, janúar 27, 2003

Og hann Jónas heldur áfram.

Jet says:
Hefurðurðu prófað að bera "c" fram með s-hljóði í enskum fúkyrðum?
Jet says:
Td
Jet says:
shut the fusk up
Jet says:
Susk my disk
Jet says:
ÞETTA ER HÚMOR.....rosalegur húmor....hahahahaha
Stebbi says:
Þú hefur bara ekkert að gera
Stebbi says:
er það nokkuð???
Jet says:
Susk my disk

Þetta er sami maður og gengur í hör jakkafötunum.


4:42 e.h.

Til að sýna að ég er ekki húmorslaus.

Jet says:
Hoppsäsä pä senge kanten og svo King Kong den femte......
Jet says:
...mæli með þeim
Stebbi says:
kíki á það
Stebbi says:
takk
Jet says:
hva...ertu húmorslaus?
Jet says:
fýlupúki
Stebbi says:
nei ég er að vinna
Stebbi says:
og ég er ekki húmorslaus
Stebbi says:
og til að undisrstrika það
Stebbi says:
þá gerði ég svolítið
Jet says:
...prumpaðiru
Stebbi says:
Nei, ég er með dömubindi í nærbuxunum sem að ég hef gengiðið með í allan dag.
Jet says:
mmmmhhhhhh.....
Jet says:
þunnu...eða þykku gamaldags með tröllalíminu?
Stebbi says:
nei
Jet says:
júmm haha
Stebbi says:
með vængjum
Jet says:
Pbbwahahahahahahahaha
Jet says:
?
Stebbi says:
þannig að ég er ekki húmorslaus
Jet says:
*ekkasog*
Jet says:
haha
Stebbi says:
getum við ekki verið sammála um það
Jet says:
jú....FRÁBÆR HÚMOR

Finnst ykkur það ekki? Þið sjáið nátturulega að ég legg mig allan fram í húmornum.2:47 e.h.

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Dett oft inn í nokkurs konar nörd. Nánar tiltekið dett ég alltaf inn í þennan nörda hjúp á miðvikudögum. Þá er Star trek í sjónvarpinu. Alveg fíla ég það í tætlur og hef alltaf gert. Sumir hafa Nágranna og Glæstar vonir. Ég er trekkari. Það tók mig svolítinn tima að venjast gaurnum sem að leikur skipstjórann. Ég mann ekki hvað hann heitir.... hann lék hérna.. í hérna... æi hvað hétu þættirnir aftur... Quantum Leap!!!! Alveg rétt. Það voru nú bara hinu ágætustu þættir. En það er eitt sem að fer alveg ótrúlega í taugarnar á mér við þessa nýju seríu... Það er þetta bévítans lag sem að er spilað í byrjuninni á þættinum. Alveg hreint hræðilega leiðinlegt. Þetta er einhverskonar blanda af Michael Bolton og Celine Dion. Ég skil ekki hvað þeim gekk til með þetta. Ég set alltaf á mute þegar að þetta rennur yfir, því annars fæ ég bara æluna. Þið sem að hafið heyrt lagið vitið nákvæmlega hvað ég er að tala um. Þið sem að hafið ekki heyrt það.... það er bara fínt hjá ykkur.

7:05 e.h.

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Fróðleiksmoli
Kanaríeyjar draga nafn sitt af hundum en ekki fuglum eins og margir gætu haldið. Nafngiftina má rekja til þess að ein eyjan var þekkt meðal Rómverja fyrir stórt hundakyn og er orðaliðurinn Kanarí dreginn af latneska orðinu canis sem merkir hundur.
Úffff... mikið rosalega er ég ánægður að þetta er komið á hreint.

9:11 e.h.

Dett alltaf niður einhverjar á þjóðfélagsádeilur sem að mig langar til að deila með þér þegar að ég á síst von á þeim. Þegar að ég er klósettinu, að bíða eftir kærustunni þegar að hún er að versla glingur og þegar að ég er að spila DOD eða CS. En eins og ég er þá virðist ég alltaf gleyma því jafnóðum, þannig hefur tekist að glata ófáum bloggunum. Var staddur í verslun um daginn þegar að unnustan var að versla glingur og datt þá allt í einu í hug heil röð af skemmtilegu efni og hugsaði með mér "Þetta má ég ekki láta fram hjá mér fara". Rís upp og tek mér penna í hönd og skrifa sem mest ég má í lófann á mér. Eitthvað sem að ég hef ekki gert síðan í samræmdu prófunum í Dönsku hérna um árið. "Ahaaa" hugsa ég með mér sigri hrósandi þegar að ég set síðasta punktinn í annars mjög svo þétt skriuðum lófanum á mér "Nú gleymi ég þessu ekki". Fer síðan að sofa seinna um kvöldið... búinn að gleyma því að ég hafði skrifað eitthvað í lófann á mér. Vakna síðan með allt sem að ég hafði skrifað í lófann á mér framan í mér. Auðvitað var það allt máð, á hvolfi og alveg óskiljanlegt með öllu. Þannig að núna eftir þetta skrifa ég allt í blokk sem að ég geng með á mér.

9:05 e.h.

föstudagur, janúar 17, 2003

Hægðaxxxx

Öll orð eiga sér einhvern uppruna. Við skulum renna létt yfir þau orð sem að byrja á hægða. Þess má geta að í leit minni fann ég 45 orð. Þetta eru allt orð sem að maður myndi halda í fyrstu að þýddu eitthvað allt annað. Dæmin eru tekin úr orðabók Háskólans. Í sumum tilfellum voru engin dæmi og látum við þá mína skilgreiningu duga.

1*Hægðarfrost. HÍ dæmi: Með hlákum, snjóleysum og hægðarfrostum.
Mín skilgreinging: Hægðir eftir að hafa innbyrgt gallon af ís.
2*Hægðarganga. HÍ dæmi: Ekkert.
Mín skilgreining: Maður sem að er að moka flórinn.
3*Hægðarkrafs. HÍ dæmi: Ekkert.
Mín skilgreining: Postmodernískur listamaður að mála með sínu innra sjálfi.
4*Hægðarmaður. HÍ dæmi: Hollis er mesti hægðarmaður.
Mín skilgreining: Hollis drullar á sig.
5*Hægðarreið. HÍ dæmi: Ekkert.
Mín skilgreining: Útskýrir sig að nokkru leyti sjálft.
6*Hægðaskrín. HÍ dæmi: Ekkert
Mín skilgreining: Þetta var það sem menn notuðu á árum áður þegar að enginn aðventukrans var til. Þá var bara skitið í hring og stungið síðan fjórum kertum í.
7*Hægðarsproti. HÍ dæmi: Og ef til vill hafði Þórarinn uppfinningar Jóhanns skálds Sigurjónssonar í huga þegar hann skrifaði um hinar kostulegu uppfinningar Korts Kjögx, svo sem talbursta, hægðasprota og hellingavara.
Mín skilgreining: Butt plögg

Já við verðum að rækta mál okkar.6:16 e.h.

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Er alltaf að bíða eftir eftir að þáttakendur í skoðana könnunni minni fari upp í eitt hundrað. Þetta er nátturulega merkileg könnun sem að ég er að gera þarna, en ég verð að fá ákveðin fjölda til að
svara til þess að ég geti unnið gögn upp úr henni og útlistað uppgötvunum mínum á síðunni.
Annað mál.
Mér hefur borist það til eyrna að ég sé kallaður kúkakallinn. Það er engan veginn ásættanlegt. Meira að segja Betarokk kastaði á mig kveðju með þessu nafni um daginn þegar að ég hitti hana inn á msn-inu um daginn. Slys gerast.... eða shit happens í mínu tilviki.

9:40 e.h.

9 áratugurinn.

Hvenær kemur eiginlega níundi áratugurinn aftur í tísku. Það er að segja fatatískan. Núna í dag er einhvern veginn allt í gangi nema hann. Fólk er með sítt að aftan, of stuttar buxur, skærir litir, brillantín og bókstaflega allt sem að þótti hipp og kúl á 6ta, 7unda og 8unda áratugunum. Níundi áratugurinn var einhvern veginn svo hallærislegur, hvað varðar klæðaburðinn, að maður gerði sér meira að segja grein fyrir því þá. Förum aðeins yfir það sem var inn í þá árdaga þegar Four Non Blonds, Spin Doctors og 2 Unlimited riðu rækjum. 1* Sylgjubelti. Þau þóttu mjög nýmóðins, og maður var ekki maður með mönnum nema að maður ætti eitt slíkt. Því stærra því betra. Ég átti eitt sem að stóð á "I am the boss" og þótti það mjög svalt. 2* Rakað undir. Ég var tvímælalaust konungur "rakað undir" hártískunnar og giljaði ég margar dömurnar út á það. 3* Stallaklipping. Ef þú varst ekki með rakað undir, þá varstu með stallaklippingu og þeir sem að voru mjög róttækir.... þeir voru með bæði. Rakað undir og stallaklippingu. Ég hræddist alltaf það fólk. Það ögraði nátturuöflunum of mikið að mínu mati. 4* Bara toppur. Þetta þótti mér alltaf alveg einstalega ljótt og þó sérstalega á stelpum. Þá var allt rakað af, nema toppurinn, og hann jafnvel spreyaður til að ná ákveðinni lyftingu. 4*Gulrótarbuxur. Engin þörf er á frekari útskýringu á þessu fyrirbæri. Þetta er farið og ég vona að þetta komi aldrei aftur. 5* Litaðar gallabuxur. Arrrrrrgggggg. Þetta er eitt það versta. Appelsínugular, bleikar, skærgrænar o.m.fl. litir. 6* Rúllukragabolir. Ég átti 8 rúllukragaboli sem að gefur góða mynd af því í hverju ég gekk dagsdaglega. Einnig þótti mjög svalt að eiga köflótta skyrtu sem að þú gast farið í utan yfir. Uppúrgirt að sjálfsögðu. 7* Stór hálsmen. Ég fílaði Puplic Enemy og geri enn. Það þýddi að maður varð að eiga eitt stórt. Ég gerðist samt aldrei eins róttækur og góðvinur minn hann Reynar, sem að gekk með banana og ljósaperur um hálsinn.
Já..... Hvenær ætli 9undi áratugrinn komi aftur í tísku.
Vonandi aldrei.

9:02 e.h.

mánudagur, janúar 13, 2003

Einn merkasti tónlistarmaður samtímans er látin......... Morris Gibb!!! Morris whoooo???? Morris Gibb úr Bee Gees. Ég hafði aldrei heyrt um þennan mann áður, þó svo að ég hafi vafalaust dillað bossanum við mörg laga hans. En það er engu líkara en að þessi maður hafi verið dýrlingur í lifanda líki miðað við alla fjölmiðla athyglina sem að dauði hans hefur fengið. Hver einasti fréttamiðill sem að ég opnaði fann sig knúinn til þess að þröngva upp á mig vitneskju um dauða hans. Þessi atburður náði meira að segja að troða sér inn á milli fréttar um að Ingibjörg Sólrún tæki forsætisráðherrastólinn og sprengjuárasar í Ísrael. Það sem að ég náði að sía út úr öllu þessu fréttafargi var það að maðurinn hefði dáið úr garnaflækju. Garnaflækju!!! Ég hélt að það væri ekki einu sinni alvöru sjúkdómur. Þegar að þú varst barn og hafðir ekki enn kynnst undrum alkóhólsins og leitaðist við að komast í einhvers konar annarlegt ástand til að maður gæti tónað við foreldra sína þegar að þau voru komin í glas. Þá var ein leiðin að snúa sér í hringi og rúlla sér niður brekkur. Þá kom mamma alveg brjáluð eftir að maður var búinn að vera að gera þetta lengi, skammaði mann og sagði mér að maður fengi garnaflækju af þessu. Og þar sem að mæður ljúga ekki dreg ég þá ályktun að Morris hefði einfaldlega ekki hlustað á mömmu sína, eða hreinlega að hann hafi bara verið svona illa upp alin Morris Gimp hefði bara átt að halda sig við áfengið í stað þess að missa sig í eitthvað nostalgíukast. Fullorðin maður að snúa sér í hringi. Ekki er öll vitleysan eins.

7:49 e.h.

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Jæja, nú er bíllinn minn loksins kominn heim aftur. Aftur? já, aftur. Forsaga málsins er sú að þegar ég kom aftur heim að Vestan þá var búið að brjótast inn í bílinn þar sem að hann stóð á "vöktuðu" plani flugfélags Íslands. Ég hringdi nátturlega í lögregluna til að tilkynna innbrotið og þá sagði lögreglumaðurinn mér það að þeir þyrftu ekki að koma vegna þess að þeir hefðu séð þetta fyrir tveim dögum síðan!!! Og ekki voru þeir neitt að láta mig vita. Þannig að þarna var bíllinn minn búinn að vera í tvo daga með brotna rúðu og búið að rigna alveg heví inn í hann. Daginn eftir fer ég með hann upp í VÍS þar sem að hann er tryggður til að láta tjónaskoða hann, og þá kemur í ljós að grjótið sem að var hent í gegnum rúðuna farþegamegin frammí hafði farið líka í gegnum innra byrðið á hurðinni bílstjóramegin og beyglað hana út. 160.000 kr tjón. AAAAaaa.... hugsaði ég. Það er nú gott að ég er með bílinn í KASKÓ. Þegar að við förum síðan inn aftur eftir að við vorum búnir að skoða bílinn spyr maðurinn mig hvort að ég vilji claima tjónið á þá. Ég hélt það nú. Ég þurfti nátturlega að borga sjálfsábyrgð sem að er 76.700 kr. En hann hélt nefniæega að það myndi ekki borga sig fyrir mig að vlaima þetta á þá vegna þess að þá myndi ég missa bónus. Haaa... á ég að missa bónus þegar að þar er brotist inn í bílinn minn. Það kemur ekki til mála. Og svo rifumst við í einhvern tíma og komumst síðan að þeirri niðurstöðu að ég myndi ekki missa bónus. En dónaskapurinn var alveg yfirgengilegur. Hann meira segja ýjaði að því að ég hefði, beint eða óbeint verið sjálfur valdur að tjóninu. Síðan fer bíllinn á vekstæði og ég sótti hann áðan. Sagan er miklu lengri og þar eru allskonar handabendingar og líkamstjáningar sem að verða að fylgja til að þú náir því hvers konar bullshit ég þurfti að gamga í gegnum til þess að fá þetta í gegn. Þetta er bara eitthvað svo alveg týpískt hjá VÍS. Að taka á móti peningum er ekkert mál, en þegar kemur að því að láta eitthvað út af þessum peningua aftur. Þá kemur maður allsstaðar að lokuðum dyrum.

7:34 e.h.

mánudagur, janúar 06, 2003

Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum. Þið vitið hérna lagið sem að hann Laddi syngur. "Á spáni er gott að djamma og djúsa, diskótekunum á HEI. Í xxxxx og með xxxx brúsa, xxxxx og í ermalausum bol. Ég veit ekkert hvað á vera þarna sem að xxx eru þannig að ef einhver gæti hjálpað mér með þetta væri ég mjög sáttur.

6:02 e.h.

Ég var að spá í þessum blessuðum töflum sem að er alltaf verið að láta mann fá, og þó sérstaklega leiðbeiningunum. "Tvær töflur þrisvar á dag" og "þrjár töflur einu sinni á dag". Ég hef aldrei, í þessu skipti sem að ég hef farið til læknis og hann hefur skrifað upp á einhverjar töflur fyrir mig, séð "ein tafla einu sinni á dag". Ef að maður þarf alltaf að vera taka svona margar töflur oft á dag, af hverju gera þeir þetta ekki einfaldara. EIN STÓR tafla oft á dag. Það myndi einfala hlutina geðveikt mikið. Og hvernig á maður að vita hvenær maður á að taka þessar blessuðu töflur. Allar í einu? Hvenær? kl 9 og 14, eða 11 og 16. Maður bara veit það ekki. Þannig að þá verður maður að fara að giska og það nátturulega bíður upp á misnotkun á lyfjunum. Þess vegna er fólk hooked á læknadópi. Og ímyndið ykkur það að það eina sem að læknarnir hefðu þurft að gera var að setja greinbetri upplýsingar á miðann sem að fylgir með á pilluglasinu

6:00 e.h.

miðvikudagur, janúar 01, 2003

Aaaaaa..... Jólin loksins búinn og nú getur maður tekið að borða eðlilegan mat að nýju. Hamborgar, pylsur og annan Bíttu-Skíttu viðbjóð. Fór á áramótabrennu í hinni margrómuðu stórborg Súðavík í gær. Þar gerðist svolítið hræðilegt. Þegar að komið var niður að brennu og ég steig út úr bílnum til að skoða eitt af hinum sjö elementum heimsins (Eldinn) gerði maginn í mér uppreisn eina ferðina enn. Ég prumpaði og fékk smá kaupauka. Þarna var ég, nýstaðin útúr bílnum, búinn að drulla á mig og átti eftir að vera þarna í minnst klukkutíma til að horfa á flugelda og stöff. Ekkert farasnið var á ferðafélögum mínum þannig að ég þurfti að leggja heilann í bleyti um það hvernig ég ætti að sporna við frekari útbreiðslu. Tók upp á því að standa kyrr og herpa saman rasskinnarnar sem að gaf mjög góða raun alveg þangað til að ég þurfti að færa mig úr stað. Ég náði að spinna upp lygasögu um arfgengan sjúkdóm sem að lýsti sér í miklum bólgum í hné og gengur undir nafninu tennishné. Þetta gekk ágætlega alveg þangað til að ég þurfti að leggja heim á leið. Þetta var í rauninni það sem að var búið að valda mér mestu hugarangri. Náði ég að koma mér þannig fyrir í bílnum að ég sat á mjöminni sem að kom í veg fyrir það saurinn dreifði sér um líkamannn. Þegar heim var komið fór ég beint á klósettið, smúlaði bakið og bar á mig krem þar sem að ég var orðinn nokkuð brunninn á rassinum.
Ég er kominn aftur. Gleðilegt nýtt ár.

11:45 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar