miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Ég hef á seinni árum verið plagaður af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp : Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana
örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu. Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".

Kannast einhver annar við þennan sjúkdóm?

1:36 e.h.

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Úfff hvað maður er búinn að vera lélegur að uppfæra bloggið svona upp á síðkastið.
Þessi hugmynd um að kreista á sér punginn.... Ekki gera það. Ég er að verða búinn að eyðileggja í mér föðurlífið á öllum þessum kreistingum. Stefni að því að reyna frekar innhverfa íhugun til að reyna ná fram ró í sálinni.

Einhvern veginn næ ég alltaf að troða mér inn í allar nefndir og félög sem að eru á boðstólnum. Einmitt svoleiðis dæmi í gangi núna og þar af leiðandi hef ég verið svona lélegur að skrifa.

Fann tvö hár sem að uxu beint úr úr enninu á mér um daginn. Varð MJÖG hræddur. Þetta eru greinileg merki þess að líkaminn á mér er farinn að hrörna og gleyma. Ég er byrjaður að fá hár þar sem að ég vill ekki hafa hár og byrjaður að missa hár þar sem að ég vil hafa hár. Slæmt mál. Slæmur líkami.


8:09 e.h.

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Það var alveg brjálað að gera í vinunni í dag. Á tímabili hélt ég að ég væri endanlega að fara yfir um. Það er bara eitthvað í fólki alltaf í Febrúar sem að gerir það að verkum að verður svo fúlt. Það er nátturulega VISA reikningurinn sem að fólk er að fá á þessum tíma fyrir Desember. Hvað get ég gert að því þó að fólk hafi gjörsamlega misst sig yfir jólamánuðinn. Ekki neitt!!!
Ég reyki sígarettur en komst ekkert frá á milli 12.00 og 17.30. Það fór alveg með mig. Þá datt mér allt í einu í hug snilldarráð. Það sem að þú gerir er að taka svona þéttingsfast um punginn á þér og kreista hann og toga þangað til að þér byrjar að sortna fyrir augum. Þá sleppuru hægt og eftir það er ekkert slæmt. Þetta virkar. Prófið það bara.

7:26 e.h.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Svona í tilefni Þorrrans hef ég mikið verið að spá í Þorramat. Þar á meðal er hægt að finna hrútspunga, sviðasultu, svið, hákarl og annan viðbjóð sem að fólki finnst gott að kjammsa á til að sýna að þau eru sannir Íslendingar. Þessi hefð hefur alveg farið fram hjá mér. Hef samt alltaf mikið verið að spá í því af hverju við borðum ekki sviðna hesthausa. Margir kynnu kannski að segja á þessu stgi máls "Ó nei, ekki hestar. Þeir eru svo fallegir". En það kemur bara málinu ekkert við. Íslenska sauðkindin er líka bráðfalleg skepna eins og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur bent svo oft og réttilega á. "Þegar að neyðin er mest, étum við flest" eins og máltækið segir, sem að er vafalaust ástæðan fyrir því að fólk tók upp á því að éta viðbjóð hér á árum áður. Þannig að ég sé engan mun á þessu tvennu. Hestur eða kind. Það er líka örugglega meira kjöt á hesthausnum. Þá víkjum við málinu að þeirri spurningu sem að legið eins og mara á mér síðustu daga. Af hverju er fólk að borða þetta. Þetta er vont. "Til að halda uppi gömlum siðum" sagði einn. Við migum líka og skitum á okkur hérna á áðum áður. Á það ekki jafn mikinn rétt á sér og allt annað þá. Eigum við ekki bara öll að fara fylktu liði upp að drekkingarhyl og stúta nokkrum krimmum í leiðinni, éta viðbjóð og drulla síðan á okkur. "Til að halda uppi gömlum siðum" gaurinn hafði ekkert svar við þessu.

10:20 f.h.

mánudagur, febrúar 03, 2003

Uppgötvaði alveg nýja sjúkdóm í dag sem að fer tvímælalaust í hóp með garnaflækjunni sem mest fucked up sjúkdómur í heimi. Þetta er sjúkdaómurinn Herpes zoster, eða Ristill eins og hann heitir á Íslensku. Á þessari síðu er hægt að fá svör sem að brenna eflaust á mörgum varðandi þennan mjög svo skringilega nefndan sjúkdóm. Hverjum datt eiginlega í hug að skýra hann Ristil. Af hverju ekki nýra. "Mamma, ég er kominn með Nýra".

8:04 e.h.

Það er kominn nýr megrunarkúr sem að ég held við fyrstu lesningu að sé eitthvað sem að muni alveg virka.

3:35 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar