miðvikudagur, febrúar 25, 2004Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


11:58 f.h.Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


11:54 f.h.


#
Pandan talar pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

11:02 f.h.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Jæja.. Þá er það seinni parturinn. Fyrir þá sem að ekki voru búnir að lesa fyrri partinn þá er hann hérna aðeins neðar.

Daginn áður en að ég átti að fara á spítalann hringdi í mig hjúkrunarfræðingur til að láta mig vita hvenær að ég ætti að mæta. "Það er fínt að þú mætir kl 10.00 svo að þú náir að róa þig niður áður en þú ferð í aðgerðina." Sagði hún. Aðgerðin sjálf átti síðan að vera kl 12.00. Eftir samtalið áttaði ég mig á því að þetta væri að verða að raunveruleika. Það ætti virkilega að fara að skera í punginn á mér. Svaf lítið sem ekkert um nóttina þar sem að ég var í einhverju almesta stresskasti sem að ég hef nokkurn tímann fengið.
Þegar að ég mætti síðan upp á spítala bíður eftir mér hjúkrunarfræðingur sem að segir mér að fá mér sæti og læknirinn muni koma og tala við mig eftir nokkrar mínútur. Ég bíð. Fljótlega eftir að ég sest niður tek ég eftir því að hópur fólks safnast saman lengra inn á ganginum og nefna nafn mitt nokkrum sinnum. Síðan kemur læknirinn og segir mér það að ég sé að fara í aðgerðina strax þar sem að þeir séu á undan áætlun. Á Þessum tímapunkti byrjaði ég að stressast enn meira upp. Ég var settur í einhver spítalaföt, hent upp í rúm og mér keyrt af stað. Ég upplifði mig sem naut sem verið væri að leiða til slátrunar. kl 10.16 var ég kominn inn á skurðstofuna og fólk í grænum fötum byrjaði að pota, líma og festa á mig hluti. Vægast sagt óþægilegasta stund lífs míns.
Þegar að ég vaknaði var ég kominn inn á einhverja svona vöknunarstofu. (Ætli það sé ekki þess vegna sem að það er kallað vöknun) Hendurnar á mér höfðu verið bundar við rúmið og allt í kringum mig var blóð. Ég skildi ekkert í þennan heim né annan. Ég spurði hjúkku sem að labbaði framhjá "Hvað er eiginlega í gangi?" "Þú varst svo æstur þegar þú vaknaðir að þú reifst allar snúrur, nálar og slöngur sem að voru í skrokknum á þér" "Úpps...." sagði ég. "Í hvaða blóðflokki er ég" var það eina sem mér datt í hug að segja.
Þegar að ég var kominn úr mesta mókinu var mér keyrt inn á stofu. Stofunni deildi ég með tveim eldri herramönnum. Einum 86 ára og hinum 94 ára. Ég fór að skoða hvað hefði verið gert við mig en sá nú lítið fyrir umbúðum. En það sem ég sá var ekki til þess að láta mér líða eitthvað betur. Ég hafði verið klæddur í einhvers konar glímubelti sem var þannig úr garði gert....... Ég sendi bara mynd af því. Síðan höfðu þeir líka rakað öll hár af mér..... hægra megin. Mér finnst nú, og ég sagði það líka við þá, að þeir hefðu nú bara átt að klára þetta fyrst að þeir voru byrjaðir á því. Ég leit út eins og Keith í Prodgidy í myndbandinu Firestarter að neðan.
Um nóttina byrjaði síðan eitt annað ævintýrið á því að sá “yngri” fékk heilablæðingu sem var það alvarleg að ættmenni hans voru öll kölluð til til að segja bless við hann þar sem að allt leit út fyrir að hann væri að fara yfir móðuna miklu. Það fór betur en á horfðist. Þegar að ró var kominn aftur á mannskapinn og menn voru byrjaðir að hrjóta aftur í kór heyri ég að sá eldri er allt í einu kominn á fætur og er greinilega mikið mál að komast á klósettið. (Taka skal fram að á meðan á þessu stóð var ég undir áhrifum morfíns, sem að gerði upplifunina enn skringilegri.) Ég vissi að honum lá á vegna þess að hann sleppti því að taka með sér göngugrindina, sem hann að öllu jöfnu þurfti að stðjast við. Hann labbar upp að rúminu mínu, tekur niður um sig brækurnar og byrjar að pissa á rúmið mitt. Ég var ekki viss um hvað hann væri að gera fyrr en ég byrjaði að blotna í fæturna. Ég reis upp og sagði “hvað ertu eiginlega að gera” þá koma eitthvað fát á hann sem varð þess valdandi að hann dettur og rekur hnakkann í gólfið. Ég ýtti á neyðarhnappinn og dömurnar koma hlaupandi inn og hjálpa honum á fætur. Síðan tók við heljarinnar seremónía við það að skipta um á rúminu. Sem að var ekkert auðvelt þar sem að ég var ekki rólfær.
Daginn eftir kom síðan að því að skipta þurfti um umbúðir. “Jæja..... nú er ég fucked” hugsaði ég þar sem að þetta var ekkert augnakonfekt á að líta. Ég var allur bólginn og blár og ekkert var í réttum hlutföllum, en ég gat huggað mér það að þetta voru allt svona ömmulegar hjúkkur. En nei..... auðvitað þurfti 3 árs hjúkrunarneminn að læra hvernig á að gera þetta. Ég lét hana sverja þess eið að ef leiðir okkar myndu einhvern tímann liggja saman myndum við bara kinka kolli til hvers annars og labba í sitt hvora áttina. Hún samþykkti það án þess að henni stykki bros á vör.

Fljótlega eftir þetta fór ég heim. Heima gerði ég ekki neitt. Ég var þar í 3 vikur. Mér hefur aldrei leiðst jafnmikið. Ég er heill núna.

Þá er þessari frásögn lokið. Ég þakka þeim sem hlýddu.


4:59 e.h.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Afsakið að ég er ekki enn búinn að setja seinnipartinn inn. Er í fríi á morgunn og set hann þá inn.

1:33 e.h.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Jæja....... Þá er ég kominn aftur. Þetta er búinn að vera erfið fæðing, röð tilviljana hefur orðið til þess að ég hef ekki komist til þess að skrifa undanfarin mánuð.

Hér verður stiklað á stóru um afdrif mín.

Sat heima hjá mér eitt síðkvöld snemma í nóvember og var að horfa á sjónvarpið, teygi mig niður til þess að hagræða þegar að ég finn að það er ekki allt með felldu.
Shiiiiiitttt...... var það eina sem að ég gat hugsað. Daginn eftir hringdi ég upp í Domus Medica til að fá tíma hjá lækni sem að hafði verið mælt með. Hann átti ekki lausan tíma fyrr en í janúar, þannig að það var ekki til umræðu. Skelli mér á gulu síðurnar til þess að finna einhver lækni sem að er með sama sérsvið, og viti menn, ég fann einn, sem meira að segja var yfirlæknir. Panta tíma hjá honum. Síðan þegar að ég mætti á staðinn þá kemst ég að því af hverju hann var yfirlæknir..... Hann er búinn að vera vinna svo lengi sem læknir að hann hefur vafalaust fengið titilinn í áttræðis afmælisgjöf. Eftir að hann var búinn að skoða mig í bak og fyrir þar sem að aðalskoðunin fólst aðallega í því að við fórum saman inn í kústaskáp með vasaljós tjáir hann mér það móður og másandi að hann sé ekki alveg með það á hreinu hvað þetta væri en þetta lyti helst út fyrir að vera krabbamein í eista...... Þá fyrst varð ég alveg stúmm. Hann ákveður að senda mig strax niður í röntgen og sónar.
Þegar að ég kem niður á röntgen deildina tekur hjúkrunarfræðingur á móti mér, hún leiðir mig inn í lítið herbergi og segir mér að afklæðast. Segir mér síðan að fara í slopp og hafa hann opin að framan. Þessi sloppur var enginn sloppur, hann var meira svona skikkja, og bleikur í þokkabót. Sónarinn var svo sum ágætur ef frá er talið kremið sem að smyrja allt klofið á mér mér. Þetta var svona krem eins og sett er á ófrískar konur. Svo var komið að röntgen. Pungurinn sem að var aumur fyrir var klemmdur á milli tveggja planka og síðan var hert að. Þegar að öllu var lokið fór ég aftur upp til læknisins sem að skoðaði pappírana og tjáir mér það að ég sé með vatnspung!! Vantspungur er eitthvað sem að ég set alveg í flokk með asnalegustu hlutum sem að þú getur fengið. Alveg við hliðina á garnaflækjunni og ristlinum. Ég var ekki viss um hvort að ég ætti að fara að gráta eða hlæja. Vissulega var ég feginn að vera ekki með krabba, en þetta var meira svona óttablandin ánægja því að í uppskurð þurfti ég að fara. Ekki á hnénu..... heldur á pungnum á mér. Þurft að bíða fram í janúar eftir leguplássi á spítala.

Önnur eins saga tók við eftir á spítalann kom, en ég ætla að segja frá henni á morgunn þar sem að þetta er komið fínt í bili.


12:20 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar