sunnudagur, mars 21, 2004

Andleysi og framtaksleysi sem að hefur umvafið líf mitt síðustu viku hefur gert það að verkum að ég hef ekki skrifað neitt aukatekið orð á bloggið svo dögum skiptir. Gerði reyndar nokkur góðverk, og var sálarsorgari í vikunni sem leið.
Fór á árshátið KB banka í gærkveldi sem að væri reyndar ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nýtt Íslandsmet var sett í árshátið þar sem að 1543 mættu. Á sama tíma og sett var Íslandsmet í fjölda held ég að þeir hafi líka náð að setja Íslandsmet í leiðindum. Hvort um var að kenna andleysi mínu eða hvað veit ég ekki. En ef eitthvað var að dæma svipbrigði sessunauta minna þá held ég að þetta hafi bara verið almenn leiðindi. Bítlavinafélagið spilaði fyrir dansi og veitingar voru frá Múlakaffi. Heimatilbúinn skemmtiatriði voru, þar sem að einkahúmor þeirrar deildar sem að skemmtiatriðinu stóðu skein í gegn. Fáir aðrir hlógu heldur en það borð sem viðkomadi deildir sátu við.
Annars komst ég bara heill heilsu frá helgaferð minni til Dublinar sem að ég fór um síðustu helgi. Drakk fullt af bjór og hló mikið. Ég hef samt verið krónískt þunnur síðan. Kannski að það sé ástæðan fyrir andleysi mínu.

9:17 e.h.

sunnudagur, mars 14, 2004



Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


11:24 f.h.

föstudagur, mars 12, 2004


Sé ykkur eftir helgi, þegar ég kem aftur fr? Dyflinni.

Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


9:44 f.h.

fimmtudagur, mars 11, 2004


Þetta er pungbindið að aftan.....

Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


10:22 e.h.


...Og þetta er pungbindið að framan.

Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


10:16 e.h.


Þetta er mynd af pungbindinu sem að ég þurfti að vera ? ? "veikindunum" sem að voru að hrj? mig.

Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


10:02 e.h.

Þessar eldheitu fréttir voru að berast í sambandi við útboð á sýningarrétti á Enska boltanum.

Íslenska útvarpsfélagið bauð 1,5 milljónir punda í allan rétt ( um 190 milljónir íslenskra króna til viðbotar kemur svo gervihnattakostnaður sem nemur nærri sömu fjárhæð ). Samkvæmt símatali sem við höfum fengið vorum við ekki hæstbjóðendur heldur annar íslenskur aðili SKJÁR 1, sem samkvæmt útboðsreglum hefur væntanlega boðið um eða yfir 1,7 milljón punda. Því getur svo farið að enski boltinn verði ekki á Sýn og Stöð 2 næstu þrjú ár heldur Skjá 1. Verði þetta niðurstaðan er komin upp ný staða sem við verðum vinna úr enda má ýmislegt gera til að gera góðar stöðvar betri með 400 milljónir.

Þetta er fréttatilkynning sem að Siggi G, Forstjóri Norðurljósa var að senda frá sér rétt í þessu.

Góðar fréttir fyrir okkur.



7:58 e.h.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Hvað gerir maður sem er cand.odont?

Þetta er yfirskrift á lítilli frétt sem að birtist í Fréttablaðinu ekki núna alls fyrir löngu. Vegna smæðar greinarinnar, og þar sem að hún hefur vafalaust farið framhjá flestum ákvað ég að taka hana að mér og setja hana hér upp

Hér fyrir neðan eru útskýringar á helstu háskólagráðunum.

Nám til fyrstu háskólagráðu.

B.A
Skammstöfun á Bachelor of arts og er fyrsta háskólagráða í hugvísindum.

B.S
Skammstöfun á Bachelor of science og er fyrsta háskólagráða í raunvísindum.

B.Ed
Próf í leiksóla- og grunnskólakennarafræði.

B.F.A

Próf í leiklist.

B.Mus
Próf í tónlist, söng og/eða hljóðfæraleik.

B.Ph.Isl
Próf í Íslensku fyrir erlenda stúdenta.

Cand.theol
Póf í guðfræði til embættisprófs.

Cand.Pharm
Próf í lyfjafræði lyfsala.

Cand.odont
Próf til tannlækninga.

Cand.scient.
Próf í verkfræði.

Cand.med.
Próf í læknisfræði.

Cand.jur.
Próf í lögfræði.

Framhaldsnám til annarrar háskólagráðu.

M.A
Skammstöfun á Master of Arts meistari í hugvísindum.

M.B.A
Meistarapróf í viðskiptafræði.

M.Paed
Meistarapróf fyrir kennara í Íslensku, Ensku og Dönsku.

M.Ed
Meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræði.

Cand.Psych
Meistarapróf í sálfræði.

M.P.A
Meistarapróf í opinberri stjórnsýslu.

Cand.Obst
Próf í ljósmóðurfræði til embættisprófs.

M.Ed
Próf í uppeldis- og menntunarfræði.

Framhaldsnám til þriðju háskólagráðu

Ph.d
Doktorspróf.

Dr.scient.ing
Doktorspróf í verkfræði.

Dr.Phil
Doktorspróf í sálfræði.

Þannig að mikið var Dr. Phil heppinn að heita Phil. Eða er Dr. Phil kannski það góður að gráðan var nefnd eftir honum. Ég veit ekki.

8:20 e.h.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Til hamingju Soffía og Kári

Þeim fæddist hraust ung stúlka 54 cm og 19 merkur.

Og allir eru svona.... hm.. já. Svona stór stelpa. Þetta er allavegana það sem að ég hugsaði þegar að ég fékk þessar fréttir. Og svo fór ég að spá. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað 19 merkur er eiginlega þungt. Ég var ekki einu sinni viss hvort að það væri notað yfir lengd eða þyngd. Ég held að þannig sé ástatt með marga fleiri heldur en bara mig. Merkur er eitthvað sem er bara notað yfir þyngd á ungabörnum en enginn virðist vita hvað eru mörg grömm í einum merk, merki eða hvernig sem þetta beygist nú. Svo er annað mál. Þetta með útvíkkunina. Það eru engin mælitæki sem að segja sért kominn með 7 í útvíkkun. Þetta er spurning um "tilfinningu". Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að á þessum tímum geimferða og örbylgjupopps erum við ennþá að halda í einhverja svona fáránlega hluti eins og merkinn. (Eða hvernig sem það beygist nú)

7:32 e.h.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Vinafólk okkar á von á barni. Það er allt í gangi.

Hérna fyrir neðan er samtal sem að ég og kærastan mín hún Erna áttum á MSN-inu

"Biðspenningur" says:
Soffía er enn upp á spítala. Þau voru send heim í gærkvöldi en eru komin þangað núna, hún er komin með 7 í útvíkkun og er á leiðinni í slökunarbað og nudd

Stebbi says:
hvað ert þú með í útvíkkun

Stebbi says:
Erna

Stebbi says:
hvað eru konur venjulega með í útvíkkun

"Biðspenningur" says:
10 í úvíkkun þýðir að barnshaus komist út um legopið

"Biðspenningur" says:
konur eru ekki með útvíkkun dags daglega

"Biðspenningur" says:
bara þær sem eru að fara að fæða!!

Stebbi says:
ok

Stebbi says:
ég skil

"Biðspenningur" says:
djísús kræst Stebbi

"Biðspenningur" says:
Segðu að þú hafir verið að djóka, ég er nefnilega búin að segja öllum frá þessu hérna í vinnunni og erfitt verðu að leiðrétta þennan vitleysinsgang.

Þá vitum við hvað það þýðir að vera með útvíkkun.

5:53 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað



©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar