þriðjudagur, maí 25, 2004
Emil sendi pandan (stefano)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Ég er búinn að finna nýjan ættingja og er ég búinn að vera í sambandi við hann upp á síðkastið. Við létum taka DNA sýni úr yfirvaraskegginu á okkur og sýna niðurstöður svo ekki sé um villst að um mikinn skyldleika er að ræða.

6:54 e.h.

laugardagur, maí 22, 2004

Jæja..... þá stendur yfir kosning á Mottunni 2004. Fyrir þá sem að ekki vita, þá er það keppni í yfirvaraskeggi sem að haldin var um daginn. Hægt er að sjá myndir af keppendum á vefsíðunni www.5aur.net

3:20 e.h.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Er nýbúinn að uppgötva útvarpsstöð. Útvarp Latibær er bara akkúrat málið. Ég veit ekkert betra heldur en að krúsa heim á bílnum með Latabæ á. Það er nefnilega eitthvað svo yndislega heiladautt að hlusta á lag upp bolta sem að hoppar...... og er rauður. Þetta er nefnilega akkúrat það sem maður þarf á að halda eftir erfiðan dag í vinnunni. Eftir þessa uppgötvun er ég alltaf orðinn afvíraður eftir að ég kem heim. Áfram Útvarp Latibær.

8:25 e.h.

sunnudagur, maí 16, 2004

Miðarnir hafa verið seldir.

8:26 e.h.

laugardagur, maí 15, 2004

Til sölu eru tveir miðar á svæði A á Metallica tónleikana. Áhugasamir hafi samband með tilboð á netfangið pandan@itn.is

12:36 e.h.

þriðjudagur, maí 11, 2004Mynd sendi: pandan (3546699351)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


9:46 e.h.

Tilkynning.

Að vera samfó og að hafa samfó er ekki það sama. Ég vill bara að þetta sé á hreinu. Ég tala af reynslu og vona að þetta sé öðrum víti til varnaðar.

Á sama tíma og þessari almannnavarna tilkynningu hefur verið komið á framfæri vill ég nota tækifærið og benda á keppni í yfirvaraskeggi sem að haldin verður verður á Shooters Engihjalla í Kópavogi á laugardaginn. Á stokk munu stíga nokkrar af flottustu mottum bæjarins og enn fleiri sem að eru ekkert til að hrópa húrra yfir. Nánar upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.5aur.net

7:17 e.h.

Dagmar....... Karlmannsnafn eða kvennmannsnafn?? Það er stóra spurningin. Ég tapaði í þessum leik við sjálfan mig þegar að ég komst að því að Dagmar er kvennmannsnafn. Ég, sem hef alltaf staðið í þeirri trú um að Dagmar væri karlmannsnafn varð fyrir töluverðu sjokki þegar að ég komst að því þegar að ég renndi yfir nöfnin í símaskránni og sá að öll nöfnin enduðu á dóttir. Aumingjans konunrnar að heita karlmannsnafni. "Þetta er kærastan mín.... hún Dagmar" Hljómar bara illa.

11:46 f.h.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Fann þennan snilldarleik á ferð minni um veraldarvefinn.

7:57 e.h.

Langaði til að fá mér nýja mynd hér að ofan. Hef samt ekki alveg gert það upp við mig hvað mynd ég ætti að setja inn. Ég er með nokkrar myndir hérna sem að mér líst vel á og ætla að biðja ykkur um að velja. Nr 1 --- Nr 2 --- Nr 3 --- Nr 4. Hverja líst ykkur best á?

7:28 e.h.

Fer vanalega og versla í Bónus þegar að mig vantar að fulla ísskápinn minn. Það er ekki útaf því hversu gott er að versla þar. Það er einfaldlega vegna þess að ég hef ekki efni á því að versla neins staðar annars staðar. Það er nú aðal ástæðan. En fór í gær og verslaði í Hagkaup í kringlunni og komst að því að það er nú eiginlega bara hollt fyrir mann að fara annars lagið í einhverja af "betri" búðunum. Þó það væri ekki nema bara til að halda geðheilsunni. Mér fannst til dæmis alveg einstaklega gaman að fara í grænmetis borðið og sjá ekki eina einustu skemmdu papriku, eða enga sveppi sem að byrjaður voru að mynda mosa. Afgreiðslu fólkið var ekki vangefið sem að er mikil breyting frá því að versla í Bónus.
En, sem sagt mæli með því að farið sé reglulega einhverstaðar annars staðar að versla.

Lenti í því gær að það var næstum keyrt yfir mig.

6:48 e.h.


Um mig

Nafn:
Stefán B. Önundarson
MSN:
stefan_onundarson@hotmail.com
Emill:
pandan@itn.is

[ Gestabok ]


Links

Agnes systir
Gunni Palli
Beta Rokk
NotoriouZ
Gemlingur
Krummi
Mr albin
Icelily
Ormur


Annað©2004 Útlit hannað af
NotoriouZ @ Hugarheimar